12.09.2014
Lestrarátak grunnskólans er í fullum gangi þessa dagana. Átakið byrjaði síðasta mánudag og stendur í þrjár vikur eða til 26. september.
Lesa meira
11.09.2014
Góð mæting var á foreldrafund miðstigs síðastliðin þriðjudag. Kennarar 5. og 6. bekk fóru vel yfir helstu áherslur í náminu, agastefnuna uppeldi til ábyrgðar og hvernig samskipti og þátttaka foreldra getur skipt sköpum.
Foreldrar þarfagreindu sig og fóru yfir hvert væri þeirra hlutverk og hvert væri hlutverk kennara er kemur að skólagöngunni.
Skemmtilegur og fjölmennur fundur.
Takk fyrir komuna foreldrar
Mitt og þitt hlutverk
.
Lesa meira
10.09.2014
Við í 1.HS og 1. ÍRJ fórum í berjamó um daginn og vorum svo heppin að fá gott veður. Mikið var tínt bæði í poka og í munninn og voru margir berjabláir í framan.
Lesa meira
09.09.2014
Náms- og starfsráðgjafi fór í síðustu viku í heimsókn í árganga skólans með kynningu á hlutverki náms og starfsráðgjafa og hvaða þjónustu þeir geta veitt.
Lesa meira
05.09.2014
Krissi lögga kom inn í 9. og 10. bekk í umsjónartíma í dag með forvarnafræðslu. Þar spjallaði hann við nemendur um skaðsemi áfengis og fíkniefna.
Lesa meira
04.09.2014
Setning Sandgerðisdaga, sérstaklega ætluð yngri kynslóðinni fór fram í Grunnskólanum miðvikudaginn 27. ágúst. Óli Þór, forseti bæjarstjórnar dró fána Sandgerðisdaga að húni með Ragnheiði Júlíu, yngsta nemanda skólans og Söndru Dís, elsta nemanda skólans, Sigrún, bæjarstjóri sagði nokkur orð og Ævar vísindamaður mætti í heimsókn.
Lesa meira
02.09.2014
4. bekkur eins og aðrir nemendur skólans hafa verið dugleg að nýta sér aparóluna sér til skemmtunar. Þau hins vegar tóku eftir því að við róluna væri mikið rusl og tíndu ruslið upp og komu því að viðeigandi stað.
Lesa meira
28.08.2014
Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri setti Grunnskólann í Sandgerði við hátíðlega athöfn, fimmtudaginn 21. ágúst. Þetta var í 76 sinn sem skólinn er settur á þeim stað sem hann stendur nú en skólasaga í Miðneshreppi nær mun lengra aftur í aldir.
Lesa meira
15.08.2014
Innkaupalistarnir eru komnir á heimasíðu. Einnig hefur skóladagatalið verið uppfært.
Smellið HÉR til að nálgast listana .
kv starfsfólk.
.
Lesa meira
06.08.2014
Grunnskólinn í Sandgerði verður lokaður miðvikudaginn 6. ágúst vegna útfarar okkar elskulegu Fríðu Birnu Andrésdóttur.
.
Lesa meira