- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Snjalltæki og önnur raftæki
Nemanda er heimilt að koma með snjalltæki sín í skólann með leyfi forráðamanna sinna. Nemendur skulu sýna ábyrga hegðun og fá leyfi starfsmanna fyrir notkun tækisins á kennslutíma og á skipulögðum viðburðum, áður en tæki er tekið upp.
Leyfi þarf að fá fyrir hverskonar myndatökum í og við skólahúsnæði þ.m.t. í íþróttahúsi, sundlaug, bókasafni og Skólaseli, leyfi þarf að fá hjá starfsmanni og þeim sem mynd er tekin af.
Snjalltæki og önnur raftæki sem nemendur verða uppvísir af að því að nota án leyfis og/eða misnota í skólahúsnæði verða sett í geymslu hjá kennara og óskað verður eftir að nemandi/foreldrar nálgist þau þar að skóladegi loknum.
Öll tæki sem nemendur koma með að heiman eru á ábyrgð nemanda og forráðamanna hans.