Lestrarátak í fullum gangi

Lestrarátak grunnskólans er í fullum gangi þessa dagana. Átakið byrjaði síðasta mánudag og stendur í þrjár vikur eða til 26. september. Nemendur eiga að lesa bæði heima og í skólanum eins mikið og þau geta, skrá niður mínútufjöldann og safna svo stjörnum sem verða settar á veggi skólans. Nemendur sem eru að undirbúa sig fyrir samræmd próf geta skráð þann tíma sem þau eru að vinna með lesskilningstexta og einnig þeir sem notast við hljóðbækur eiga að skrá þann tíma sem þeir eru að hlusta.

Það skapast alltaf góð stemning í skólanum þessar vikur.