- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
4. bekkur eins og aðrir nemendur skólans hafa verið dugleg að nýta sér aparóluna sér til skemmtunar. Þau hins vegar tóku eftir því að við róluna væri mikið rusl og tíndu ruslið upp og komu því að viðeigandi stað. Við það vaknaði sú hugmynd að fá ruslatunnu við róluna. Nemendur ákváðu í framhaldi að skrifa Sigrúnu bæjarstjóra bréf. Upphaflega átti að fara eitt bréf frá öllum hópnum en þegar Erla kennari sá hve glæsileg bréfin voru ákvað hún að ljósrita öll bréfin og leyfa Sigrúnu að njóta þeirra allra.
Í dag röltum við svo til Sigrúnar, við vorum auðvitað búin að boða komu okkar. Sigrún tók vel á móti okkur og hvert barn fékk að lesa bréfið sitt fyrir Sigrúnu sem hlustaði af athygli. Sigrún fékk svo að halda bréfunum. Við vorum varla komin aftur upp í skóla þegar starfsmenn áhaldahús voru mættir til að setja upp ruslatunnu við aparóluna - það er gott að búa í Sandgerði og framtíðin er svo sannarlega björt hér - með svona vaskan hóp ungmenna.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is