- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Sandgerðisskóli er í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskólann við Ármúla.
Samstarf Sandgerðisskóla við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið staðið yfir í mörg ár. Náms- og starfsráðgjafi og Deildarstjóri Sandgerðisskóla eru tengiliðir við skólann. Á hverju vori fara nemendur í 9. bekk ásamt umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa í heimsókn í FS þar sem þeim er sýndur skólinn. Námsráðgjafi FS kemur einnig í skólann og kynnir námið fyrir nemendum í 10. bekk.
Nemendum í 10. bekk hefur verið boðið að velja sér valgreinar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Nemendur þurfa að hafa staðið sig vel í grunnskóla til að geta nýtt sér að fara í þessar valgreinar.
Sandgerðisskóli er einnig í samstarfi við Fjölbrautaskólann við Ármúla varðandi fjarnám fyrir bráðgera nemendur eða þá nemendur sem hafa náð hæfni grunnskólans í ákveðinni námgrein.