Forvarnafræðsla í 9. og 10. bekk

Krissi lögga kom inn í 9. og 10. bekk í umsjónartíma í dag með forvarnafræðslu. Þar spjallaði hann við nemendur um skaðsemi áfengis og fíkniefna.  Hann lagði mikla áherslu á að lífið sé ekkert dans á rósum og að þetta sé þitt líf og þitt val um hvað þú gerir við það. Nemendur tóku þátt í umræðum og voru sammála um að líf án áfengis og fíkniefna sé betra heldur en með þessum efnum.