Góð mæting á foreldrafund á miðstigi

Góð mæting var á foreldrafund miðstigs síðastliðin þriðjudag. Kennarar 5. og 6. bekk fóru vel yfir helstu áherslur í náminu, agastefnuna uppeldi til ábyrgðar og hvernig samskipti og þátttaka foreldra getur skipt sköpum. Foreldrar þarfagreindu sig og fóru yfir hvert væri þeirra hlutverk og hvert væri hlutverk kennara er kemur að skólagöngunni. Skemmtilegur og fjölmennur fundur. Takk fyrir komuna foreldrar

 Mitt og þitt hlutverk