Skólasetning

Fanney D. Halldórsdóttir, skólastjóri setti Grunnskólann í Sandgerði við hátíðlega athöfn, fimmtudaginn 21. ágúst. Þetta var í 76 sinn sem skólinn er settur á þeim stað sem hann stendur nú en skólasaga í Miðneshreppi nær mun lengra aftur í aldir. Fanney talaði til nemenda og hvatti þá til dáða fyrir veturinn og bauð bæði nýja nemendu og starfsfólk velkomið til starfa. Fanney ræddi um mikilvægi þess að vinna að uppbyggingu og hafa vilja, vöxt, virðingu og vináttu að leiðarljósi í samskiptum okkar í leik og starfi í skólanum sem og annar staða. Að loknu erindi skólastjóra héldu nemendur með umsjónarkennurum sínum og stuðningsfulltrúum í heimastofur þar sem nemendur fengu stundatöflur vetrarins og fleiri gögn afhent ásamt því að byja að koma sér fyrir. Allir voru kátir og glaðir, ánægðir að hitta vini sína og skólasystkini og tilbúnir á að takast við ný og spennandi verkefni í vetur.