- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í Sandgerðisskóla er starfandi nemendaverndarráð sem fundar hálfsmánaðarlega. Í nemendaverndarráði eiga sæti aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, skólahjúkrunarfræðingur, nemendaráðgjafi, kennsluráðgjafi, og náms- og starfsráðgjafi.
Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og skólaþjónustu. Einnig að vera skólastjórnendum til aðstoðar við gerð og framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Þurfi nemandi að mati umsjónarkennara eða annarra starfsmanna skólans, á sérstakri aðstoð að halda vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika, skal málinu vísað til skólastjórnenda sem leggja það fyrir nemendaverndarráð.
Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði varðandi einstaka nemendur og samþættir þjónustu í þágu barna samkvæmt Farsældarlögum (Lög nr. 86 22. Júní 2021). Ráðið metur hvaða viðbótarupplýsinga er þörf og boðar á sinn fund umsjónarkennara ef þörf krefur. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um nauðsynlegar ráðstafanir, geta skólastjórnendur falið ákveðnum aðilum/aðila innan ráðsins að fylgja málinu eftir.
Fundir nemendaverndarráðs eru færðir til bókar sem trúnaðarmál.