- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Sandgerðisskóli hefur verið heilsueflandi grunnskóli frá skólaárinu 2017/2018. Heilbrigði og velferð er eitt af grunnþáttum menntunar samkvæmt Aðalnámsskrá grunnskóla. Eitt helsta markmið heilsueflandi grunnskóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda, starfsfólks og samfélagsins.
Í heilsueflandi grunnskóla er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi átta þætti skólastarfsins: Nemendur, mataræði/tannheilsa, heimili, geðrækt, nærsamfélag, hreyfing/öryggi, lífsstíll og starfsfólk. Hugmyndin um Heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilsueflingu, í þeim sáttmála er ætlast til að skólinn leggi metnað sinn í að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu nemenda og starfsfólks.
Í heilsustefnu Sandgerðisskóla er sérstaklega farið inn á aðgerðir skólans í að stuðla að heilsueflandi skólaumhverfi fyrir nemendur, starfsfólk, foreldra og nærsamfélag.
Hér má lesa Heilsustefnu Sandgerðisskóla, einnig er hægt að smella á mynd til að lesa stefnuna í flettiriti.
Í heilsueflandi teymi skólaárið 2024-2025 sitja:
Brynja Rúnarsdóttir
Fríða Stefánsdóttir
Grétar Karlsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Hulda Ósk Jónsdóttir
Thelma Rúnarsdóttir
Rakel Rós Ævarsdóttir
Nánari upplýsingar um Heilsueflandi skóla má lesa á heimasíðu Embætti landlæknisins.