- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Náms- og starfsráðgjafi fór í síðustu viku í heimsókn í árganga skólans með kynningu á hlutverki náms og starfsráðgjafa og hvaða þjónustu þeir geta veitt. 2. bekkur fékk heimsókn í dag, mánudag, þar sem ekki var hægt að koma því við í síðustu viku.
Nemendur fóru heim með blað með kynningu á námsráðgjöfinni og hvernig hægt að komast í samband við námsráðgjafa.
Mismunandi áherslur voru á umræðuefni, allt frá skipulagi skólatöskunnar, nesti, morgunverði, heimanámi og svefnvenjum nemenda. Ræddum útivistartíma og mikilvægi þess að reyna komast hjá því að vinna heimanámið eftir kvöldmat því þá er þreytan farin að segja til sín og þegar hugurinn er þreyttur festir maður ekki mikið af því sem maður les eða lærir í huga sér.
Ræddi við þau um að sofa ekki með síma, ipad eða tölvur í rúminu, bæði getur verið íkveikjuhætta af slíkum tækjum sem og að rafbylgjur frá tækjunum geta haft áhrif á heilastarfsemi og valdið höfuðverk, ná þá e.t.v. ekki djúpsvefni sem er þeim nauðsynlegur.
Ræddi aðeins um prófkvíða, birtingarmynd hans og hugsanlegar leiðir til að fyrirbyggja slíkt eða leiðir til að leysa úr slíkum kvíða. Nemendur mega gjarnan vera í sambandi ef þau finna til prófkvíða og þá reynum við að finna saman fyrirbyggjandi lausn á kvíðanum.
Ef þið viljið fá frekari upplýsingar er ykkur velkomið að hafa samband símleiðis 4207500 eða með tölvupósti, ragnhildur@sandgerdisskoli.is eða koma bara og hitta mig.
Með kærleikskveðju !
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is