19.02.2014
Krakkarnir í fjórða bekk læra að prjóna í vetur eins og undanfarna
vetur. Þau eru alveg sérlega dugleg og áhugasöm. Þetta er mjög
skemmtilegt verkefni og fara bangsarnir mjög vel klæddir út úr textílstofunni.
Fleiri myndir er að finna í myndasafni HÉR
Lesa meira
18.02.2014
Tilhlökkunin var mikill hjá 3. bekkingjum þegar þeir mættu til starfa í morgun en hópurinn var á leið í langþráða menningarferð til Reykjavíkur.
Lesa meira
11.02.2014
Í tilefni 112 dagsins í dag komu tveir fulltrúar frá
Neyðarlínunni með kynningu á starfsemi Neyðarlínunnar fyrir 7. -10. bekk.
Nemendur fylgdust vel með og margt fróðlegt sem kom fram um verksvið
starfsmanna, fyrstu viðbrögð á slysstað, hvernig símtöl eiga að vera til
Neyðarlínunnar, mikilvægi skyndihjálpar og margt fleira.
Lesa meira
07.02.2014
Fjórir tannlæknar, sem hver og einn lærði i sitthvoru
landinu, heimsóttu 10. bekkinn í dag. Krakkarnir fengu góðu kennslu í umhirðu
tanna sinna og mikilvægi þess.
Lesa meira
06.02.2014
Þorgrímur Þráinsson kom og hélt
fyrirlesturinn LÁTTU DRAUMINN RÆTAST fyrir nemendur 9. 10. bekki grunnskólans.
Fyrirlesturinn er fyrst og fremst hvatning til
nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu.
Þorgrímur sagði sögur frá fólki sem hefur náð árangri með því
að setja sér markmið og fylgja þeim eftir.
Lesa meira
05.02.2014
Mánudaginn 3. febrúar, kom til okkar í heimsókn listamaður í tilefni af degi myndlistar (www.dagurmyndlistar.is). Kristín Rúnarsdóttir kom til okkar í 8.
Lesa meira
04.02.2014
Starfsgreinakynning var haldin á mánudaginn 3. febrúar í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Þar voru fulltrúar frá um 60 starfsgreinum að kynna þeirra starfsgreinar fyrir elstu nemendur allra grunnskólana á Suðurnesjum.
Lesa meira
04.02.2014
Skólaráð hittist á fyrsta fundi þessa árs þriðjudaginn 28. janúar síðastliðinn og voru rædd eftirfarandi mál:
1. Mál Námsmat Ný aðalnámskrá
2. Mál Hafragrautur í skólanum
3. Mál Skjöldur jákvæð samskipti og forvarnir gegn einelti
4. Mál Forvarnir
5. Mál Jafnréttisáætlun GS - kynnt
6. Mál Skóladagatal 2014-2015 drög
7. Mál Skólastefna íbúafundur
Önnur mál
Hægt er að sjá fundargerðina hérna á heimasíðunni undir Nefndir og ráð
Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og
skólasamfélagsins um skólahald.
Lesa meira
03.02.2014
Auglýst er til umsóknar tímabundin staða grunnskólakennara
við Grunnskólann í Sandgerði, vegna
forfalla. Við leitum að einstaklingum með kennsluréttindi sem hafa góða og
faglega þekkingu af kennslu og vinnu með börnum og unglingum.
Lesa meira
31.01.2014
Miðvikudaginn 5.
febrúar
Nú ætlum við að bjóða upp á hafragraut á morgnana frá kl.
07:55-08:15. Sandgerðisbær ætlar til að byrja með að bjóða nemendum upp á
þennan holla og góða morgunmat.
Lesa meira