Tannlæknar heimsóttu 10. bekkinn

Fjórir tannlæknar, sem hver og einn lærði i sitthvoru landinu, heimsóttu 10. bekkinn í dag. Krakkarnir fengu góðu kennslu í umhirðu tanna sinna og mikilvægi þess. Auk þess fengu allir krakkarnir gjöf frá þeim.

Þeir vildu svo minna alla nemendur á eftirfarandi:

Frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald, fyrir börn á aldrinum 10 til og með 17 ára auk þriggja ára barna.

Það er hægt að lesa meira um þetta á heimasíðu HHhttp://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/frettir/frett/2014/01/07/A-barnid-thitt-rett-a-gjaldfrjalsum-tannlaekningum/

Gjaldfrjálsar tannlækningar eru háðar því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á http://www.sjukra.is/