Heimsókn í smiðju

Mánudaginn 3. febrúar, kom til okkar í heimsókn listamaður í tilefni af degi myndlistar (www.dagurmyndlistar.is). Kristín Rúnarsdóttir kom til okkar í 8. bekk í smiðju tíma og flutti fyrir okkur erindi um starfið sitt og menntun sína. Kristín sagði okkur frá árunum sem hún varði í Listaháskóla Íslands ásamt því að sýna okkur verk frá þeim tíma. Einnig sagði hún okkur frá dvöl sinni í norskum listaháskóla, í Bergen, þar sem hún var í meistaranámi sínu í myndlist. 8. bekkur tók virkilega vel á móti Kristínu og höfðu þau margar forvitnilegar spurningar fyrir hana og spunnust upp skemmtilegar samræður um lífið og listina.