31.10.2013
Þá er lestrarátakinu okkar formlega lokið sem bæði var fjölþætt og spennandi, en að sjálfsögðu verðum við áfram dugleg að lesa okkur til gagns og gaman.
Lesa meira
30.10.2013
Við höfum verið að kanna form hin ýmsu í myndlist í skólanum og æft okkur í að þekkja þau. Einnig höfum við lesið um þau og hvernig þau virka í rými, ásamt því að skoða myndbyggingu vel.
Lesa meira
28.10.2013
Á morgun er sjóræningjahátíð í Grunnskólanum í Sandgerði í tilefni þess að það eru lestrarátakslok.
Hátíðin hefst á sal kl.10:00.
Lesa meira
28.10.2013
Fimmtudaginn 31.október
fáum við þær Sigurlaugu Hauksdóttur félagsráðgjafa og uppeldis- og
menntunarfræðing og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur mannfræðing og MA í kynja- og
kynlífsfræðum til að fjall um kynhegðun unglinga og hvert hlutverk foreldra
er í umræðu og fræðslu um kynlíf.
Lesa meira
28.10.2013
Tölum saman
-Samskipti foreldra og unglinga um kynlíf
Fimmtudaginn 31.október fáum við þær Sigurlaugu Hauksdóttur félagsráðgjafa og uppeldis- og menntunarfræðing og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur mannfræðing og MA í kynja- og kynlífsfræðum til að fjall um kynhegðun unglinga og hvert hlutverk foreldra er í umræðu og fræðslu um kynlíf.
Lesa meira
16.10.2013
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði hlupu í norræna skólahlaupinu miðvikudaginn, 16. október. Veðrið lék við okkur og allir höfðu bæði gott og gaman af hressandi útivist í góðra vina hópi.
Lesa meira
15.10.2013
Nemendur Grunnskólans í Sandgerði munu hlaupa í norræna skólahlaupinu miðvikudaginn, 16. október. Allir nemendur eru hvattir til að koma í góðum skóm og klæðnaði, til útivistar, eftir veðri.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnaskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Markmið
-með norræna skólahlaupinu er leitast við:
Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Með norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur.
Lesa meira
09.10.2013
Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis.
Grunnskólinn í Sandgerði tekur að sjálfsögðu þátt í deginum og eru það nemendur í 9.
Lesa meira
08.10.2013
Nemendur í Grunnskólanum í Sandgerði munu taka þátt í
lestrarátaki í október. Þemað að þessu sinni er sjóræningjar. Markmiðið er að
nemendur lesi sér enn meira til gagns og gamans en vant er og bæti þannig
lestur sinn, lesskilning og læsi enn frekar á tímabilinu.
Lesa meira
07.10.2013
Nemendur í 2. SFÞ eru alltaf að vinna að skemmtilegum,
skapandi og fræðandi verkefnum. Eitt af því sem þeir hafa verið að vinna með í
náttúrufræði er hrafninn í tengslum við Komdu
og skoðaðu Land og þjóð og Komdu og
skoðaðu Umhverfið.
Hér meðfylgjandi eru myndir af glæsilegum uppstoppuðum
hröfnum nemenda ásamt myndum af ljóðaverkefnum úr sögubók nemenda.
Lesa meira