HAFRAGRAUTUR – HAFRAGRAUTUR – HAFRAGRAUTUR


Miðvikudaginn 5. febrúar

 

Nú ætlum við að bjóða upp á hafragraut á morgnana frá kl. 07:55-08:15. Sandgerðisbær ætlar til að byrja með að bjóða nemendum upp á þennan holla og góða morgunmat.

Mikilvægt er að fá góða næringu í upphafi dags til að hafa orku í nám og starf dagsins. Vöxtur líkama og sálar er megin markmið skólans, virðing fyrir sjálfum okkur og öðrum, vilji til þess góðra verka og vinátta eru okkar leiðarljós.

Hafragrautur í upphafi dags sameinar þessi gildi þar sem hann eflir heilbrigðan vöxt, eflir vilja til að hugsa vel um eigið heilbrigði og vilja til að takast á við daginn og gefur okkur kost á að eiga notalega morgunstund með samnemendum. Auk þess að með því að hugsa vel um næringu erum við að sýna líkama okkar og þar með sjálfum okkur virðingu. Ég hvet ykkur kæru foreldrar til að ræða við börnin ykkar um mikilvægi góðrar næringar til að líða vel í eigin skinni.

Vinsamlega sendið tölvupóst á ritarigr@sandgerdisskoli.is eigi síðar en fyrir hádegi þriðjudaginn 4. febrúar ef þið hafið í hyggju að nýta þennan kost. Nauðsynlegt er að skrá barn sitt ef það ætlar að koma svo það sé nægur matur fyrir alla.

Morgunstund gefur gull í mund.

Kær kveðja Fanney Dóróthe skólastjóri.