Fréttir

Flóð og fjara í sólinni hjá 6. FS

Nemendur í 6. FS nýttu veðurblíðuna í dag til að að gera vettvangskönnun niður á bryggju. Viðfangsefni dagsins í nátturfræði voru hugtökin flóð og fjara. Nemendur kynntu sér samspil jarðarinnar við tunglið og sólina og hvaða áhrif þyngdarafl tungls og sólar hafa á jörðina.
Lesa meira

Landsmót Samfés var haldið um helgina

Um helgina var Landsmót Samfés haldið á Akranesi. Yfir 400 unglingar voru þar saman komin frá hinum ýmsu félagsmiðstöðvum landsins. Fjölmargar smiðjur voru í boði á laugardeginum og hver og einn unglingur fór í 2 smiðjur sem að hann/hún var búin að velja sér og fóru því í smiðjur fyrir og eftir hádegi á laugardeginum.
Lesa meira

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Nú er Ævar Þór leikari, höfundur og vísindamaður að  byrja með lestrarátak fyrir börn í 1. - 7. bekk og stendur þetta lestrarátak yfir frá 1.
Lesa meira

Íþróttadagurinn á morgun 2. okt. - Koma klædd eftir veðri

Hinn árlegi íþróttadagur verður haldinn hátíðlegur á morgun, fimmtudaginn 2. október. Hann verður með hefðbundnu sniði þetta árið en nemendur mæta í skólann kl.
Lesa meira

Morgunstund gefur gull í mund

Það myndast oft góð stemmning við morgunverðarborðið í Grunnskólanum í Sandgerði. Öllum nemendum skólans stendur til boða að þiggja hafragraut sér að endurgjaldslausu. Boðið er upp á hafragraut, mjólk, kanilsykur og rúsínur.
Lesa meira

2. bekkur í fjöruferð

Við í 2. SFÞ og 2. KGÓ fórum í vettvangsferð í fjöruna. Tilgangur ferðarinnar var að sjá Straumönd, en við erum einmitt að skoða og kynnast henni í náttúrufræði.
Lesa meira

Breyttar útivistarreglur - SAMAN hópurinn

Kæru foreldrar SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga sem hér segir: Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar.
Lesa meira

Samræmdu prófin í þessari viku

Samræmdu prófin í 4., 7. og 10. bekk verða lögð fyrir nemendur þessa vikuna í Grunnskólanum í Sandgerði eins og um allt land. Nemendur mæta eftirfarandi daga í prófin og fara einungis í prófin eins og kemur fram hérna að neðan.  10.
Lesa meira

Ingibjörg Fríða með gull, silfur og brons á Ólympíuleikunum

Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir úr 10. BB fór með ÍF (íþróttasambandi fatlaðra) til Antverpen í Belgíu að keppa í sundi á Special Olympics 2014.
Lesa meira

Skólamjólkurdagurinn

Fjórtándi alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 24. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”.  Með deginum vill Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna.
Lesa meira