- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Tveir nemendur Grunnskólans í Sandgerði voru tilnefndir sem íþróttamaður ársins í Sandgerði 2014. Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondomaður, nemandi í 8. GIG og og Svanfríður Árný Steingrímsdóttir, sundkona, nemandi í 10. BB en auk þeirra voru Birkir Freyr Sigurðsson, knattspyrnumaður, Margrét Guðrún Svavarsdóttir, hnefaleikakona, Rúnar Ágúst Pálsson, körfuknattleiksmaður og Þór Ríkharðsson, kylfingur útnefnd. Þann 5. mars var kjörinu lýst við hátíðlega athöfn og var það engin önnur en Svanfríður Árný sem hlaut verðskuldaðan heiður og var útnefnd sem íþróttamaður ársins 2014. Svanfríður Árný vann til fjölda verðlauna á árinu 2014 og þar með talda nokkra Íslandsmeistaratitla bæði í einstaklings- og sveitakeppni. Svanfríður Árný er ung og metnaðarfull sem sést kannski best á því að hún æfir 21 klukkustund á viku ásamt því að stunda nám í skólanum með sóma og taka þátt í félagslífi. Svanfríður Árný er góð fyrirmynd og er vel að þessum titli komin. Þá hlaut Ósk Valdimarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður skólans, viðurkenningu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði. Nánar á heimasíðu Sandgerðisbæjar hér.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is