Heilsuvika í Sandgerði

Heilsuvika er nú haldin í Sandgerði þriðja árið í röð.  Grunnskólinn í Sandgerði tekur að sjálfsögðu fullan þátt í vikunni. Markmið vikunnar passa fullkomlega að öflugu starfi grunnskólans varðandi heilsueflandi skóla. Við hugum að heilsunni á víðtækan hátt hvort heldur sem um er að ræða hreyfingu, matarræði, samskipti, geðheilsu, tannhirðu eða vinnu að uppbyggilegu samfélagi. Aukin meðvitund um góða heilsu er þverfagleg og er tekin fyrir í öllum greinum skólans, bóklegum- jafnt sem verklegum greinum, innan og utan dyra. Allt saman eykur þetta fjölbreytni, bætir heilsu og léttir lund. Nánar á heimasíðu Sandgerðisbæjar.