- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Sólmyrkvinn 20. mars er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins 70km austur af suðausturhluta Íslands. Hérna munum við sjá verulega deildarmyrkva en tunglið mun hylja um 98% hluta sólarinnar. En næsti almyrkvi sem við munum sjá verður 12. ágúst 2026. Þetta verður mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi síðan 30. júní 1954.
Sólmyrkvinn stendur yfir í um tvær klukkustundir en hann hefst kl. 8:38, nær hámarki kl. 9:37 og lýkur kl. 10:39. Við í Grunnskólanum í Sandgerði munum fylgjst vel með myrkanum en skólinn fékk gefins sólmyrkvagleraugu fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá.
Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur á milli sólar og Jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heils frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu. Sólmyrkvar geta eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heild sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn.
Hér er hægt að fá fleiri upplýsingar og myndbönd varðandi sólmyrkvann.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is