1. bekkingar eru snillingar

Nemendur í 1. bekk hafa í vetur unnið með hvern bókstafinn á fætur öðrum á fjölbreyttan hátt í vetur. Nú var komið að Bb og gerðu þeir þetta frábæra listaverk úr blöðrum sem þeir bjuggu til í sameiningu. 

Í mars var Læsi 1.2 skimunarpróf lagt fyrir nemendur 1. bekkjar og stóðu þau sig mjög vel, enginn var fyrir neðan 50% sem er góður árangur. Í vikunni var líka lagt fyrir próf í sjónrænum orðaforða sem er eftirfylgnipróf Leið til læsis, skemmst er frá því að segja að nemendur 1. bekkjar brilleruðu á þessu prófi. Allir bættu sig og voru allir með frammistöðu í meðallagi eða fyrir ofan meðallag.