- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Sigga Dögg, kynfræðingur, mun koma í Grunnskólann í Sandgerði á fimmtudaginn kl. 20.00 og ræða við forledra um hvernig megi ræða við unglinga um kynlíf, einnig spjalla um kynhegðun, kynlíf unglinga og mörg mál sem koma upp og svarar einnig spurningum.
Sigga Dögg mun koma í skólann um morguninn og ræða við nemendur, stráka sér og stelpur sér, í unglingadeild.
Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. Rannsóknir styðja að virkja þurfi foreldra í samræðum við börn og unglinga um kynferðisleg málefni.
Umfjöllunarefnin verða kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur, svo fátt eitt sé nefnt. Með húmor og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða málefni sem mörgum þykir óþægileg og jafnvel tabú.
Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti.
Um Siggu DöggSigga Dögg, er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Sérstaða hennar sem kynfræðari er hispurlaus og hreinskilin nálgun á kynlífi sem byggir á innlendum og erlendum rannsóknum ásamt reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum víðvegar um landið.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is