Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg, kynfræðingur kom í skólann og kjaftaði um kynlíf við nemendur í 9. og 10. bekk, fimmtudaginn, 5. mars. Hún hitti stúlkur og drengi í aðskildum hópum þar og fór um víðan völl í umfjöllun sinni um kynlíf. Saman ræddu þau m.a. um kynhegðun, heilbrigði, kynþroska, margbreytileika, jákvæð samskipti og fleira. Hún fylgdi síðan heimsókn sinni eftir með erindi  fyrir foreldra að kvöldi fimmtudagsins. Nemendur voru mjög ánægðir með heimsóknina og töldu hana allt í senn fræðandi, áhugaverða og skemmtilega. Foreldrar voru á sama máli um ágæti heimsóknarinnar en þó hefðu fleiri mátt láta sjá sig.