Lestrarátakslok og sjóræningjahátíð

Þá er lestrarátakinu okkar formlega lokið sem bæði var fjölþætt og spennandi, en að sjálfsögðu verðum við áfram dugleg að lesa okkur til gagns og gaman. Það hefur verið einstaklega gaman hjá okkur, nemendur verið duglegir og áhugasamir að lesa til að safna sér gullpeningum í kistuna sína. Bókasafn skólans vel nýtt og mátti iðulega mæta áhugasömum nemendum á göngum skólans ýmist að sækja eða skila lestrarefni á bókasafn, enda telst okkur til að lesnar hafi verið 650 bækur á meðan á átakinu stóð. Eftir hverja bók var settur gull peningur í sjóræningja kistuna á bókasafni.

 

Einnig voru unnin verkefni tengd Tyrkjaráninu, en það voru ræningjar sem komu til Íslands árið 1627 frá Norður-Afríku sem var mikið áfall og manntjón fyrir okkar litla samfélag á þeim tíma. En skólinn er ekki einn í átaki sem þessu og skiptir þar samvinna heimilis og skóla gríðar miklu máli því saman eru við sterkari og líklegri til árangurs fyrir börnin/nemendur okkar.

 

Á sjóræningjahátíðinni í lok átaksins voru svo veittar viðurkenningar fyrir mestar framfarir og mestan áhuga í lestrarátaki.

 

Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir af hátíðinni og sjóræningjunum sem fengu viðurkenningar.

 


?xml:namespace>

?xml:namespace>

?xml:namespace>