- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í Grunnskólanum í Sandgerði munu taka þátt í lestrarátaki í október. Þemað að þessu sinni er sjóræningjar. Markmiðið er að nemendur lesi sér enn meira til gagns og gamans en vant er og bæti þannig lestur sinn, lesskilning og læsi enn frekar á tímabilinu. Nemendur lesa í ákveðinn tíma sem þeir skrá niður í sjóræningjabókina sína og fá gullpening eftir ákveðin lestrartíma (magnið fer eftir aldri nemenda). Nemendur safna svo gullpeningunum í fjársjóðskistu og skrá niður lesturinn sinn í sjóræningjaskip hópsins.
Þá er búið að setja saman fræðsluefni um Tyrkjaránið þannig að markmiðin með verkefninu eru fjölþætt og spennandi. Bókasafnið hefur verið skreytt eftir þemanu og gangar og veggir skólans bera þess glöggt merki að nú séu sjóræningjar á ferð í húsinu. Í myndasafni má sjá nokkrar myndir frá verkefninu.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is