- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Fimmtudaginn 31.október fáum við þær Sigurlaugu Hauksdóttur félagsráðgjafa og uppeldis- og menntunarfræðing og Dagbjörtu Ásbjörnsdóttur mannfræðing og MA í kynja- og kynlífsfræðum til að fjall um kynhegðun unglinga og hvert hlutverk foreldra er í umræðu og fræðslu um kynlíf. Fræðslan samanstendur af fyrirlestrum, hópavinnu og umræðum. Í byrjun fyrirlesturs eru foreldrar og unglingar hafðir saman þar sem rætt er um kynhegðun unglinga, gefnar tölulegar upplýsingar og rætt um hlutverk foreldra í kynfræðslu unglinga. Að því loknu er foreldrum og unglingum skipt í tvo hópa. Hjá foreldrum er fjallað um hvaða leiðir hægt er að fara til að nálgast unglinga um þetta brýna málefni og hvað sé mikilvægt að ræða um. Meðal unglinga er rætt um beina og óbeina kynfræðslu í nútíma samfélagi og mikilvægi foreldra í þessu sambandi. Þessi efni eru síðan rædd í minni hópum sem endar með sameiginlegum umræðum. Með þessu móti gefst foreldrum og unglingum tækifæri til að skyggnast inn í reynsluheim hvors annars sem væntanlega auðveldar þeim að tala saman um þetta viðkvæma málefni.
· Foreldrar og nemendur 7.og 8. bekkjar mæta kl. 17.30- 19.00.
· Foreldrar og nemendur 9. og 10. bekkjar mæta kl 19.30-21.00.
Mælst er til þess að allir foreldrar mæti með börnum sínum.
Grunnskólinn ásamt foreldrafélagi skólans bíður foreldrum og nemendum upp þessa fræðslu.
Kveðja
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir
Skólastjóri
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is