Formfræði fjör

 

Við höfum verið að kanna form hin ýmsu í myndlist í skólanum og æft okkur í að þekkja þau. Einnig höfum við lesið um þau og hvernig þau virka í rými, ásamt því að skoða myndbyggingu vel. Fyrst æfðum við okkur í að teikna þau með blýanti, svo með olíupastel litum. Svo kom að hópverkefni, að reisa skúlptúr. Þá fékk hver og einn að setja plexigler-form í skúlptúrinn og þegar við vorum ánægð með útkomuna þá lýstum við upp verkið með sterku ljósi myndvarpans. Hver og einn valdi sér síðan sjónarhorn til að teikna skúlptúrinn með teikni blýanti á hvítt blað. Þetta verkefni var mikið fjör og fræðandi.