Fréttir

Heilsuvika í Sandgerði - Allir út að ganga í dag

Heilsuvikan í Sandgerði er í fullum gangi og tekur Grunnskólinn virkan þátt í henni. Í gær fóru nemendur í stólaleikfimi og í dag var farið í göngutúr í góða veðrinu.
Lesa meira

Lestrarátakslok

Lokahátíð lestrarátaksins fór fram á sal skólans fimmtudaginn 26. febrúar.  Nemendur mættu með höfuðböndin sín á sal, dönsuðu indíánadans og skemmtu sér konunglega.  Síðan afhendu umsjónarakennarar viðurkenningar fyrir framfarir og áhugasemi og dugnað. Lestrarátakið tókst mjög vel, langflestir náðu að bæta sig í lestri og voru duglegir að lesa bæði heima og í skólanum.
Lesa meira

Fylgist með veðurfréttum

Á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar, upp úr hádegi spáir mjög slæmu veðri. Við minnum á að skólinn er öruggt skjól fyrir börnin en mikilvægt að foreldrar geri ráðstafanir, að börn verði sótt í skólann þegar skóladegi lýkur, fyrr eða síðar ef það hentar betur.
Lesa meira

Lestrarátakslok

Fimmtudag 26. febrúar kl. 10.25 eru lestrarlokshátíð á sal.  Þá koma allir nemendur saman með höfuðskrautin sín, skemmta sér saman og veittar verða viðurkenningar fyrir árangur og ástundun lestrarnáms.    .
Lesa meira

Öskudagurinn

Eins og lög geta ráð fyrir var öskudagurinn tekinn með stæl í Grunnskólanum í Sandgerði. Nemendur jafnt sem starfsfólk mættu í skrautlegum og skemmtilegum búningum, allt eftir höfði hvers og eins.
Lesa meira

Endurskinsmerki og öruggtsæti sæti í bílnum

Á undanförnum árum hefur athyglisverður árangur náðst í umferðaröryggismálum. Það má þó aldrei slaka á þó vel hafi tekist til og því er mikilvægt að benda á tvö atriði sem tengjast öryggi barna okkar í umferðinni. Þrátt fyrir að nú sé daginn tekið að lengja er enn myrkur þegar börn á skólaaldri eru á ferðinni.
Lesa meira

PISA prófið

Nemendur í 10. bekk munu þreyta svokallað PISA próf 23. mars næstkomandi. PISA stendur fyrir Programme for International Student Assessment og er styrkt af Efnahags og framfarastofnuninni (OECD).
Lesa meira

Æfingin skapar meistarann - Endurvinnsla og súpugerð

Krakkarnir í 2. bekk (grænir) hafa verið að kynna sér hvernig má flokka ruslið og ekki þarf  að henda öllu í ruslapokann. Það er margt sem má endurvinna og endurnýta.
Lesa meira

Lestrarátak í fullum gangi - Indíánaþema

Lestrarátak Grunnskólans í Sandgerði er í fullum gangi þessa dagana og verður til 20. febrúar.  Að þessu sinni er indíánaþema.  Nemendur lesa í lágmark  15 mínútur á dag í skólanum og 15 mínútur á dag heima hjá sér.  Þeir skrá mínúturnar í indíánabókina sína og safna þannig mínútum, við lok átaks fara nemendur svo í lestrarpróf.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru margir duglegir höfðingjar að lesa í skólanum.  Dagana fyrir hátíðina búa nemendur til indíánahöfuðbönd í skólanum með fjöðrum þar sem þeir fá eina fjöður fyrir hverja 60 mínútur sem þeir lesa (nemendur í 1.
Lesa meira

Brúum bilið - Skólahópurinn kom í heimsókn til stjórnenda

Grunnskólinn í Sandgerði og Hjallastefnuleikskólinn Sólborg hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin  ár. Elstu nemendur leikskólans koma í fjölmargar heimsóknir í grunnskólann ár hvert og nemendur úr 1.
Lesa meira