Dýrin í Hálsaskógi Árshátíðarsýning Grunnskólans í Sandgerði

Dýrin í Hálsaskógi Árshátíðarsýning  Grunnskólans í Sandgerði Sýningar verða  miðvikudaginn 5.- og fimmtudaginn 6. apríl nk. Nemendur í 1.- 6.bekk mæta í skólann kl.08:15 báða dagana. Nemendur þurfa ekki að mæta með íþrótta- og sundföt á sýningadögum. Foreldrar og skyldmenni nemenda í 4. - 6 bekk eru velkomin á sýninguna miðvikudaginn 5. apríl Foreldrar og skyldmenni nemenda í 1. - 3. bekk og skólahóps leikskóla eru velkomin á sýninguna fimmtudaginn 6. apríl. Sýningarnar á sal hefjast kl.12:00 og munu nemendur sýna leikritið Dýrin í Hálsaskógi Við hvetjum alla foreldra og skyldmenni til að koma í skólann og eiga ánægjulega stund með börnunum. Föstudaginn 7. apríl er skertur skóladagur samkvæmt skóladagatali og þá lýkur skóladegi að loknum hádegismat. Við viljum benda á að Skólasel er lokað þann dag. Bestu kveðjur, Starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði.