Fréttir

Laus störf næsta vetur í Grunnskólanum í Sandgerði

Grunnskólakennari Viltu starfa í uppbyggilegu og metnaðarfullu umhverfi? Við Grunnskólann í Sandgerði vantar áhugasama grunnskólakennara sem vilja taka þátt í uppbyggilegu og metnaðarfullu starfi.
Lesa meira

Einhverfa - blár dagur föstudaginn 10. apríl

Við ætlum að hafa bláan dag, föstudaginn 10. apríl í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu.
Lesa meira

Páskafrí

Starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegra páska.  Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn, 8.
Lesa meira

Flottir nemendur Grunnskólans á Skólahreysti

Grunnskólinn í Sandgerði tók þátt í Skólahreysti líkt og undanfarin ár.  Liðið skipuðu Óskar Marinó Jónsson, Rebekka Rún Engilbertsdóttir, Tanja Ýr Ásgeirsdóttir og Ólafur Ævar Kristinsson.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Hildur Ýr Hafsteinsdóttir og Skúli Guðmundsson, nemendur í 7. VG stóðu sig frábærlega á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Duus-húsum þriðjudaginn 24.
Lesa meira

Árshátíð

Forráðamenn, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, frændur og aðrir velunnarar. Fimmtudaginn, 26. mars verður árshátíð Grunnskólans í Sandgerði.
Lesa meira

Snjókarlafjör á Youtube

Nú er hægt að skoða myndbandsbúta og myndir frá 12. mars  á Youtube. Nemendur léku sér úti í snjónum í frímínútum og höfðu gaman af. Hér er myndbandið.
Lesa meira

Góður árangur í Stærðfræðikeppni FS

Tveir nemendur úr 9. AKE eru í hópi tíu efstu fimmtán ára nemenda á Suðurnesjum í stærðfræði eftir að hafa tekið þátt í Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Lesa meira

Góð gjöf í Ásgarð

  Í vikunni fékk skólinn gjöf frá Styrktarfélagi barna með einhverfu. Nemendur og starfsfólk í Ásgarði opnuðu pakkann en þar eru nemendur með einhverfu og skyldar raskanir.
Lesa meira

Sólmyrkvi

Sólmyrkvinn fór ekki fram hjá okkur. Allir nemendur fóru út með kennurum sínum og starfsfólki og fylgdust með af áhuga. Allir voru með sólmyrkvagleraugu sem við fegnum að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá.
Lesa meira