5. FG tók þátt í söfnun ABC

Börn hjálpa börnum, hið árlega söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins, fór fram í lok mars og byrjun apríl. Nemendur í 5. FG í Grunnskólanum í Sandgerði tóku virkan þátt, gengu í hús og söfnuðu fyrir börn sem minna mega sín. Þetta er í 20. sinn sem þessi söfnun fer fram og það hefur margsýnt sig að fjársöfnun er algerlega ómetanleg fyrir starfsemi ABC. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu. ABC send kynningarefni sem Fríður, umsjónarkennari fór yfir með krökkunum áður en þeir fóru að safna. Börnin fengu söfnunarbauka og ABC merkt buff. Söfnunin gekk afar vel og hafa nemendur nú skilað inn kr. 74.322.- til söfnunarinnar.