Skólalok

Skólaslit og útskrift árgangs 2001 fóru fram 2. júní við hátíðlega athöfn í Grunnskólanum í Sandgerði. Nemendur voru verðlaunaðir fyrir háttvísi og prúðmennsku, góðan námsárangur og öfluga þátttöku í fjölbreyttu skólastarfi. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri hvatti nemendur og aðra viðstadda til þess að nýta sumarið vel og þakkaði fyrir gott skólaár. Hún óskaði þeim sem láta af störfum alls hins besta og sendi útskriftarnemendur með gott veganesti út í lífið. Bylgja Baldursdóttir kvaddi umsjónarnemendur sína í 10. bekk með virktum og útskriftarnemendur héldu góða kveðjuræðu þar sem þeir fóru yfir skólaárin sín auk þess sem einn nemandi flutti afar hjartnæmt ljóð þar sem hann þakkaði m.a. samnemendum sínum fyrir ánægjulegar samvistir í hópnum. Foreldrar útskrifarnemenda buðu til kaffisamsætis fyrir útskriftarárgang, starfsfólk og fjölskyldur sínar. Aðrir nemendur tóku við vitnisburði hjá umsjónarkennurum sínum og allir héldu sælir og glaðir út í sumarið. Skólastening mun fara fram mánudaginn 21. ágúst.