Öskudagur

Öskudagur er miðvikudaginn 14. febrúar nk. Þá er nemendum að sjálfsögðu velkomið að mæta í búningum og munu nemendur hvorki fara í sund né leikfimi. Búningar þurfa að vera siðsamlegir. Kennt verður samkvæmt stundatöflu fyrstu tvo tíma dagsins (sund- og íþróttatímar fara fram inni í kennslustofum). Skóladegi lýkur með hádegisverði þ.e. allir nemendur eru búnir í skólanum kl. 11:45. * Í hádegismat verður pizzuveisla frá Skólamat. Þeir nemendur sem ekki eru skráðir í mataráskrift stendur til boða að kaupa sérstakan pizzumiða á kr.550.- hjá Ingu ritara fyrir nk. föstudag 9.febrúar.