Fréttir

Allskonar kynjaverur á sveimi

Nemendur Sandgerðisskóla gerðu sér glaðan dag í dag, föstudaginn 30. nóvember, og mættu í búningum í tilefni hrekkjavökunnar. Nornir, skrímsli, uppvakningar og alls konar aðrar fallegar og/eða hræðilegar verur bar að líta um allan skóla. 7. bekkur bauð upp á hryllingsferð í draugahús sem þau útbjuggu niðri í kjallara og höfum við fyrir satt að bæði börn og fullorðnir hafi komið skelkaðir þaðan út!
Lesa meira

Hrekkjavökuhátíð í Suðurnesjabæ

Við ætlum að halda uppá Hrekkjavökuna í Suðurnesjabæ og hvetjum alla íbúa til þess að taka þátt. Skólarnir okkar, foreldrar, bókasöfn, bæjarskrifstofur, nemendaráðin og félagsmiðstöðvar hafa m.a. tekið sig saman og ætla í sameiningu að bjóða uppá fjölbreytta dagskrá. Í stað þess að ganga hús úr húsi hvetjum við íbúa til þess að taka þátt í sínu eigin bingói, kíkja á bókasafnið, fara í Hrekkjavökugöngutúra og fleira skemmtilegt sem ekki krefst snertingar eða mikillar nálægðar. Þá eru fjölskyldur einnig hvattar til þess að gera sér glaðan dag saman.
Lesa meira

Minning

Lesa meira

Tilmæli frá Landlækni

Mikið er rætt um D-vítamín þessa dagana og það ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Mikilvægt er að taka D-vítamín yfir dimmustu mánuði ársins.
Lesa meira

Bleikur dagur í Sandgerðisskóla

Starfsfólk og nemendur Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu þátt í bleikum föstudegi. Margir mættu í bleikum klæðnaði eins og myndir sýna og nýttu kennarar tækifærið til fræðslu um krabbamein.
Lesa meira

Minnum á Fræðslugátt

Við viljum benda á Fræðslugátt Menntamálastofnunar en þar er allt rafrænt námsefni stofnunarinnar aðgengilegt á einum stað. Fræðslugáttin er aldursskipt og veitir aðgang að fjölmörgum rafbókum, hljóðbókum, vefum og fræðslumyndum sem auðvelt er að nálgast.
Lesa meira

Tímarit Heimilis og skóla er aðgengilegt á netinu

Tímarit Heimilis og skóla sem gefið var út á haustmánuðum er aðgengilegt á netinu. Þar er að finna ýmsan fróðleik sem við vonumst til að sem flestir geti nýtt sér.
Lesa meira

Vetrarfrí

Mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október er vetrarfrí í Sandgerðisskóla. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.
Lesa meira

Tengslatré

Nemendur í 4. bekk eru um þessar mundir að vinna með bókina Bróðir minn ljónshjarta í byrjendalæsi. Nemendur gerðu tengslatré um persónur sögunnar til þess að fræðast meira um þær og tengsl þeirra í sögunni.
Lesa meira

Heilsuvika í heimilisfræði

Í tilefni heilsuvikunnar var lögð extra áhersla á hollar og góðar uppskriftir í heimilisfræðitímum. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra nemendur að verki og ávallt skemmtilegt að fylgjast með þeim blómstra í tímum.
Lesa meira