Fréttir

Sandófjör og litahlaup

Fyrsta vika skólastarfsins var heldur betur fjölbreytt og skemmtileg í Sandgerðisskóla. Á fimmtudaginn var Litahlaup á nýjum göngustíg á milli Sandgerðis og Garðs. Á föstudeginum var síðan ,,Sandófjör” dagur í skólanum.
Lesa meira

Skólasetning Sandgerðisskóla

Skólasetning Sandgerðisskóla verður á sal skólans þann 24. ágúst 2020 kl. 09:00. Að henni lokinni er hefðbundinn skóladagur til hádegis. Skólasel er lokað þennan dag. 09:00 Setning á sal skólans án foreldra 09:20 Nemendur fara með umsjónarteymi í heimastofur 09:45 Frímínútur 10.05 Kennsla 11:25/12:05 matur og skóla lýkur Hlökkum til að sjá ykkur kæru nemendur! Minnum á skráningu á Skólasel á heimasíðu skólans og í Skólamat (skolamatur.is)
Lesa meira

Vinningsfjárhæðin rann til Krafts

Krakkarnir í 10. bekk í Sandgerðisskóla tóku þátt í Fjármálaleikunum 2020 sem haldnir voru í þriðja sinn í mars. Þau lentu í 3. sæti í ár og fengu 50.000 krónur í verðlaun. Í stað þess að fara eitthvert saman ákvað hópurinn að láta peningaupphæðina renna til Krafts
Lesa meira

Sumarleyfi

Endurmenntunar-, undirbúnings- og sumarfrísdagar starfsfólks eru frá 8. júní – 12. ágúst 2020. Skrifstofa skólans er lokuð frá 15. júní – 5. ágúst. Við bendum á tölvupóstfang skólans grunnskoli@sandgerdisskoli.is og heimasíðu www.sandgerdisskoli.is ef tilkynna þarf breytingar eða sækja um skólavist.
Lesa meira

Förum í lestrarferðalag!

Sumarlesturinn 2020 er með sniði lestrarlandakorts og tilgangurinn þessu sinni, auk þess að hvetja til lestrar, er að kynna mismunandi tegundir bóka.
Lesa meira

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Skólaslit Sandgerðisskóla voru frábrugðin hefðbundnum skólaslitum þetta árið vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Lesa meira

Vorferð 10. bekkjar að Úlfljótsvatni

Tíundi bekkur fór í sína árlegu vorferð að Úlfljótsvatni þann 25. - 27. Maí sl.. Nemendur lögðu undir sig staðinn með góðri framkomu, sinni einstöku samheldni og gleði og skemmtu sér konunglega.
Lesa meira

Nemendur 10. bekkjar á Skólaþingi

Nemendur 10. bekkjar fóru á Skólaþing í febrúar sl. Auk þess að heimsækja framhaldsskóla og RÚV. Nemendur voru alveg hreint frábærir á Skólaþingi, tóku störf sín þar af alvöru og ábyrgð, tóku ákveðna afstöðu í málum og dugleg að láta skoðanir sínar í ljós.
Lesa meira

Sandkorn 2020

Skólablaðið Sandkorn 2020 er komið á netið.
Lesa meira

Vorhátíð

Vorhátíð Sandgerðisskóla var haldinn í gær. Í ár mætti Friðrik Dór og sló hann algjörlega í gegn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira