Fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í skólanum í dag. Nemendur í 7. bekk hafa verið við æfingar frá því í haust og var þetta lokapunktur keppninnar innan skólans. Allir nemendur hafa lagt mikinn metnað í æfingar fyrir keppnina og var keppnin því virkilega hörð í ár.

Þrír fulltrúar  munu nú hefja þjálfun fyrir keppni, en að þessu sinni er Sandgerðisskóli gestgjafi keppninnar sem haldin verður 18. mars nk. Þar mætast fjórir skólar: Sandgerðisskóli, Gerðaskóli, Grunnskólinn í Grindavík og Stóru-Vogaskóli.

Það voru þær Emilía Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Elma Ágústsdóttir og Gabríela Zelaznicka sem valdar voru til að keppa fyrir hönd Sandgerðisskóla þetta árið og óskum við þeim innilega til hamingju.