Fréttir

Gerum skólalóðina flotta

Sandgerðisskóli býður nemendum á miðstigi upp á ýmiskonar verkval. Eitt af þeim er „Gerum skólalóðina flotta”sem er val sem byggir á því að skreyta skólann bæði úti og inni með flottum leikjum og veggjaskrauti. Nemendur hafa búið til spilin Twister og spegil og komið þeim fyrir á gólfum skólans ásamt því að vinna við að mála risa stóran riddara fyrir utan Riddaragarð. Ótrúlega flottir nemendur hér á ferð.
Lesa meira

Flottar myndir frá nemendum í myndmennt.

Nemendur í Myndmennt (Sjónlist) hafa heldur betur verið dugleg við að skapa og gera ýmsa flotta hluti í upphafi skólaársins. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af starfinu okkar það sem af er hausti.
Lesa meira

Kósýdagur hjá nemendum 4. bekkjar

Nemendur 4. bekkjar þreyttu samræmd próf í vikunni og í tilefni af því var ákveðið að hafa kósýdag í dag. Nemendur mættu í náttfötum og eða kósýgöllum og fengu skúffuköku í nestistíma.
Lesa meira

Skemmtilegt verkefni tengt Herra og Ungfrú bókunum.

Á dögunum vann 3. bekkur skemmtilegt verkefni tengt Herra og Ungfrú bókunum. Börnin lásu bækur og skoðuðu uppbyggingu og einkenni bókanna.
Lesa meira

Prjónakvöld

Nemendur í prjónavali á unglingastigi ákváðu að hittast að kvöldi til í skólanum í kósý stemningu, spjall og auðvitað prjóna saman. Frábær gæðakvöldstund.
Lesa meira

Sápu- baðsalts – og baðbombur

Nemendur í Sápu- baðsalts – og baðbombuvalinu hafa verið áhugasamir og duglegir að útbúa fjöldann allan af flottum sápum og baðbombum. Virkilega skemmtilegt val.
Lesa meira

Námsmaraþon er hafið hjá 7. bekk

Námsmaraþon er hafið hjá 7. bekk og eru nemendur spenntir fyrir deginum. Það er enn hægt að heita á þessa flottu nemendur. Kt:671088-5229, Rn: 0147-05-410302 Með fyrirfram þökk nemendur 7. bekkjar Sandgerðisskóla.
Lesa meira

Útivistartími barna og unglinga

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.
Lesa meira

Starfið hefur farið vel af stað hjá okkur hér í Sandgerðisskóla .

Starfið hefur farið vel af stað hjá okkur hér í Sandgerðisskóla . Í ljósi ástandsins í samfélaginu er aðalverkefni okkar að halda uppi daglegu skólastarfi fyrir nemendur frá morgni og fram eftir degi. Við sem vinnum hér í skólanum förum í einu og öllu eftir tilmælum almannavarna sem gilda fyrir grunnskóla og leggjum þannig okkar af mörkum til að láta þetta ganga sem best. Engu að síður getur allt gerst og við erum viðbúin því.
Lesa meira

Íþróttadagur

Í dag var haldinn íþróttadagur í Sandgerðisskóla. Nemendur byrjuðu á að fara í skipulagða leiki úti ásamt elstu deild leikskólans. Síðan var haldin hin árlega fótboltakeppni starfsfólks við nemendur í 10. bekk. Með fréttinni fylgja skemmtilegar myndir af deginum.
Lesa meira