11.09.2020
Verkval í heimilisfræði á miðstigi fer vel af stað þetta skólaárið og er kennt tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þriðjudagshópurinn útbýr matreiðslumyndbönd í bakstri eða eldun allt eftir áhugasviði hvers nemenda og samþykki kennarans en þeir fá að vera með í vali á hugmyndum af uppskriftum. Og fimmtudagshópurinn fylgir eftir uppskriftum frá kennara og bakar ýmsilegt hollt og gott. Nemendur eru einnig að læra að nota önnur hráefni í stað hvítan sykurs í bakstri t.d. ávexti.
Lesa meira
08.09.2020
Umferðarvefurinn er fræðsluvefur um umferðarmál fyrir nemendur í grunnskólum, kennara og foreldra.
Af gefnu tilefni bendum við á að ný umferðarlög nr. 77/2019 tóku gildi þann 1. janúar 2020.
Lesa meira
08.09.2020
Hér má finna ýmsar praktískar upplýsingar er varðar starfsumhverfi grunnskóla í tengslum við kórónuveiruna, þegar spurningar vakna varðandi hin ýmsu mál er tengjast áhrifum veirunnar beint eða óbeint. Aðstæður hérlendis breytast hratt þessa dagana og ljóst að áhrif kórónuveirunnar / COVID-19 eru gríðarleg á allt samfélagið.
Lesa meira
07.09.2020
Nemendur í 6.bekk fóru í skemmtilega fjöruferð mánudaginn 31. ágúst og fundu fullt af flottum hlutum og dýrum. Gaman var að fylgjast með áhuga nemenda en þeir stóðu sig eins og hetjur, voru duglegir að grafa í sandinum og lyfta upp steinum til að finna lífverur.
Lesa meira
02.09.2020
Fyrsta vika skólastarfsins var heldur betur fjölbreytt og skemmtileg í Sandgerðisskóla.
Á fimmtudaginn var Litahlaup á nýjum göngustíg á milli Sandgerðis og Garðs.
Á föstudeginum var síðan ,,Sandófjör” dagur í skólanum.
Lesa meira
10.08.2020
Skólasetning Sandgerðisskóla verður á sal skólans þann 24. ágúst 2020 kl. 09:00. Að henni lokinni er hefðbundinn skóladagur til hádegis. Skólasel er lokað þennan dag.
09:00 Setning á sal skólans án foreldra
09:20 Nemendur fara með umsjónarteymi í heimastofur
09:45 Frímínútur
10.05 Kennsla
11:25/12:05 matur og skóla lýkur
Hlökkum til að sjá ykkur kæru nemendur!
Minnum á skráningu á Skólasel á heimasíðu skólans og í Skólamat (skolamatur.is)
Lesa meira
22.06.2020
Krakkarnir í 10. bekk í Sandgerðisskóla tóku þátt í Fjármálaleikunum 2020 sem haldnir voru í þriðja sinn í mars. Þau lentu í 3. sæti í ár og fengu 50.000 krónur í verðlaun. Í stað þess að fara eitthvert saman ákvað hópurinn að láta peningaupphæðina renna til Krafts
Lesa meira
11.06.2020
Endurmenntunar-, undirbúnings- og sumarfrísdagar starfsfólks eru frá 8. júní – 12. ágúst 2020. Skrifstofa skólans er lokuð frá 15. júní – 5. ágúst. Við bendum á tölvupóstfang skólans grunnskoli@sandgerdisskoli.is og heimasíðu www.sandgerdisskoli.is ef tilkynna þarf breytingar eða sækja um skólavist.
Lesa meira
11.06.2020
Sumarlesturinn 2020 er með sniði lestrarlandakorts og tilgangurinn þessu sinni, auk þess að hvetja til
lestrar, er að kynna mismunandi tegundir bóka.
Lesa meira
04.06.2020
Skólaslit Sandgerðisskóla voru frábrugðin hefðbundnum skólaslitum þetta árið vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Lesa meira