- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Það er hægt kaupa vinsælu skólapeysurnar frá nemendaráði nú í lok skólaárs. Peysurnar eru alveg eins og peysurnar frá síðasta skólaári. Boðið verður upp á að koma í skólann, máta og panta peysur föstudaginn 19. mars kl. 12:10-15:00.
Peysurnar eru af gerðinni Russell, dökkbláar og með hvítri áletrun eins og sést á meðfylgjandi mynd eða ljósbláar (sky) með hvítri áletrun. Ártalið 1938 er aftan á peysunum, en það ár hóf skólinn starfsemi. Nafn skólans stendur á hægri ermi og svo verður nafn nemandans framan á peysunni. Öllum nemendum skólans, frá 1. til 10. bekk, býðst að kaupa peysu og kostar hún kr. 6.000,-.
Nemendaráð er ekki með posa og því þarf að greiða fyrir peysurnar með peningum eða með því að millifæra á reikning 0147-15-210102 kt. 671088-5229. Setja þarf nafn nemenda í skýringu og senda staðfestingarpóst á ornaevar@sandgerdisskoli.is.
Það er einnig er hægt að panta peysu með því að senda tölvupóst á ornaevar@sandgerdisskoli.is með upplýsingum um stærð, nafn barns, bekk og hvaða nafn á að prentast á peysuna. Í sama netfangi er einnig hægt að fá nánari upplýsingar.
Athygli er vakin á því að það verður að greiða fyrir peysurnar þegar þær eru pantaðar og áður en þær fara í prentun. Eftir 26. mars verður ekki hægt að panta eða greiða fyrir peysur. Stefnt er að því að peysurnar verði afhentar í seinni hluta apríl.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is