05.11.2020
Hér má lesa reglugerð um starfsemi dagforeldra, leik- og grunnskóla, frístundastarfs og tónlistarskóla í ljósi hertra sóttvarnarráðstafana. Einnig má sjá inn á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins samantekt með svörum við algengustu spurningum um skólastarf og COVID-19. Smellið hér til að fara inná heimasíðu Stjórnarráð Íslands.
Lesa meira
04.11.2020
Nemendur í 4. bekk nutu sín við fingurprjón í verklegri kennslu í heimastofu í dag, góð samvinna og gleði í nemendum.
Lesa meira
02.11.2020
Skipulag næstu daga verður líkt starfinu í vor. Skólastarf verður skert, engar íþróttir eða sund en brotið upp á fjölbreyttan hátt í hverjum hóp eins og hægt er.
Umsjónarkennarar munu senda ykkur stundatöflu sem gilda næst 2 vikur að öllu óbreyttu.
Nemendur munu koma í hús á mismunandi tímum og biðjum við ykkur að virða tímasetningar og innganga bekkja, ekki verður hægt að taka á móti nemendum nema á þeim tíma sem skóladagur þeirra hefst.
Matur frá Skólamat verður í bökkum og munu nemendur matast í heimastofum.
Nemendur frá 5. bekk og upp í 10. bekk þurfa að nota grímur þegar þau koma og fara og þegar ekki verður hægt að viðhafa 2m fjarlægð í skólastarfinu. Við verðum með grímur við innganga.
Hafragrautur verður ekki í boði næstu 2 vikur.
Skólasel tekur við strax eftir skóla hjá yngstu nemendum og er opið til 15:00. Framlínustarfsmenn geta óskað eftir lengri dvöl.
Við hvetjum ykkur til að halda hólfaskiptingu utan skóla, það er börnin ykkar umgangist aðeins (ef þarf) þá sem þeir eru með í hólfi í skólanum. Það mun minnka líkur á hópsmiti og auðvelda smitrakningu.
Lesa meira
30.10.2020
Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í Sandgerðisskóla. Þá verður frí hjá nemendum og starfsfólk fer í að skipuleggja breytt skólastarf í ljósi hertari reglugerða vegna COVID-19.
Enginn skóli hjá nemendum á mánudag!
Kveðja, stjórnendur
Lesa meira
30.10.2020
Í dag voru kynntar hertar sóttvarnaraðgerðir vegna COVID-19 og munu þessar aðgerðir án efa hafa áhrif á skólastarf hjá okkur í Sandgerðisskóla.
Eins og staðan er núna er ekki orðið ljóst til hvaða aðgerða verður gripið en við munum upplýsa foreldra/forráðamenn um stöðuna um leið og við vitum hvernig skólastarfi verður háttað. Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með heimasíðu, facebook og/eða tölvupósti.
Lesa meira
30.10.2020
Í tilefni hrekkjavökunnar var ákveðið að bregða aðeins út af vananum í heimilisfræði og útbúa örlítið sætari og skemmtilegri kræsingar. Nemendur fengu að skreyta þær tengdar hrekkjavökunni og varð niðurstaðan ansi hræðileg eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
30.10.2020
Nemendur Sandgerðisskóla gerðu sér glaðan dag í dag, föstudaginn 30. nóvember, og mættu í búningum í tilefni hrekkjavökunnar. Nornir, skrímsli, uppvakningar og alls konar aðrar fallegar og/eða hræðilegar verur bar að líta um allan skóla. 7. bekkur bauð upp á hryllingsferð í draugahús sem þau útbjuggu niðri í kjallara og höfum við fyrir satt að bæði börn og fullorðnir hafi komið skelkaðir þaðan út!
Lesa meira
26.10.2020
Við ætlum að halda uppá Hrekkjavökuna í Suðurnesjabæ og hvetjum alla íbúa til þess að taka þátt.
Skólarnir okkar, foreldrar, bókasöfn, bæjarskrifstofur, nemendaráðin og félagsmiðstöðvar hafa m.a. tekið sig saman og ætla í sameiningu að bjóða uppá fjölbreytta dagskrá. Í stað þess að ganga hús úr húsi hvetjum við íbúa til þess að taka þátt í sínu eigin bingói, kíkja á bókasafnið, fara í Hrekkjavökugöngutúra og fleira skemmtilegt sem ekki krefst snertingar eða mikillar nálægðar. Þá eru fjölskyldur einnig hvattar til þess að gera sér glaðan dag saman.
Lesa meira
22.10.2020
Mikið er rætt um D-vítamín þessa dagana og það ekki að ástæðulausu. Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Mikilvægt er að taka D-vítamín yfir dimmustu mánuði ársins.
Lesa meira