09.10.2020
Á þriðjudaginn tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Á yngsta stigi hljóp 5. bekkur mest en hann fór að meðaltali 7,1 km á mann, en á eldra stigi hljóp 10. bekkur mest, eða 7,3 km að meðaltali á mann. Oliver Þór og Jezreel Mitas hlupu báðir meira en rúma 18km og eru því Skólahlaupameistarar Sandgerðisskóla árið 2020.
Lesa meira
08.10.2020
Nemendur í 6. bekk fóru í vettvangsferð að tjörninni við Ráðhúsið í Sandgerði og prófuðu bátana sína sem þeir smíðuðu í Hönnun og smíði.
Skemmtilegur dagur og gaman að segja frá því að allir bátarnir flutu vel.
Lesa meira
07.10.2020
Nemendur í 7. bekk unnu í dag verkefni með fótboltaspil í tengslum við stærðfræðinámsefnið. Unnið var með tölfræðihugtök og settu nemendur upp tíðnitöflur þar sem leikmenn voru flokkaðir eftir liðum, litum á búningum, verðgildi leikmanna ásamt því að finna miðgildi og meðaltal.
Lesa meira
05.10.2020
Nemendur í 1. bekk fóru í hugarfrelsi í morgun þar sem þeir æfðu öndun og jógaæfingar.
Lesa meira
05.10.2020
Sandgerðisskóli býður nemendum á miðstigi upp á ýmiskonar verkval. Eitt af þeim er „Gerum skólalóðina flotta”sem er val sem byggir á því að skreyta skólann bæði úti og inni með flottum leikjum og veggjaskrauti. Nemendur hafa búið til spilin Twister og spegil og komið þeim fyrir á gólfum skólans ásamt því að vinna við að mála risa stóran riddara fyrir utan Riddaragarð.
Ótrúlega flottir nemendur hér á ferð.
Lesa meira
05.10.2020
Nemendur í Myndmennt (Sjónlist) hafa heldur betur verið dugleg við að skapa og gera ýmsa flotta hluti í upphafi skólaársins. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af starfinu okkar það sem af er hausti.
Lesa meira
02.10.2020
Nemendur 4. bekkjar þreyttu samræmd próf í vikunni og í tilefni af því var ákveðið að hafa kósýdag í dag. Nemendur mættu í náttfötum og eða kósýgöllum og fengu skúffuköku í nestistíma.
Lesa meira
01.10.2020
Á dögunum vann 3. bekkur skemmtilegt verkefni tengt Herra og Ungfrú bókunum. Börnin lásu bækur og skoðuðu uppbyggingu og einkenni bókanna.
Lesa meira
30.09.2020
Nemendur í prjónavali á unglingastigi ákváðu að hittast að kvöldi til í skólanum í kósý stemningu, spjall og auðvitað prjóna saman.
Frábær gæðakvöldstund.
Lesa meira
28.09.2020
Nemendur í Sápu- baðsalts – og baðbombuvalinu hafa verið áhugasamir og duglegir að útbúa fjöldann allan af flottum sápum og baðbombum. Virkilega skemmtilegt val.
Lesa meira