Fréttir

Bleikur dagur í Sandgerðisskóla

Starfsfólk og nemendur Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu þátt í bleikum föstudegi. Margir mættu í bleikum klæðnaði eins og myndir sýna og nýttu kennarar tækifærið til fræðslu um krabbamein.
Lesa meira

Minnum á Fræðslugátt

Við viljum benda á Fræðslugátt Menntamálastofnunar en þar er allt rafrænt námsefni stofnunarinnar aðgengilegt á einum stað. Fræðslugáttin er aldursskipt og veitir aðgang að fjölmörgum rafbókum, hljóðbókum, vefum og fræðslumyndum sem auðvelt er að nálgast.
Lesa meira

Tímarit Heimilis og skóla er aðgengilegt á netinu

Tímarit Heimilis og skóla sem gefið var út á haustmánuðum er aðgengilegt á netinu. Þar er að finna ýmsan fróðleik sem við vonumst til að sem flestir geti nýtt sér.
Lesa meira

Vetrarfrí

Mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október er vetrarfrí í Sandgerðisskóla. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og fjölskyldur þeirra hafi það gott í fríinu.
Lesa meira

Tengslatré

Nemendur í 4. bekk eru um þessar mundir að vinna með bókina Bróðir minn ljónshjarta í byrjendalæsi. Nemendur gerðu tengslatré um persónur sögunnar til þess að fræðast meira um þær og tengsl þeirra í sögunni.
Lesa meira

Heilsuvika í heimilisfræði

Í tilefni heilsuvikunnar var lögð extra áhersla á hollar og góðar uppskriftir í heimilisfræðitímum. Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkra nemendur að verki og ávallt skemmtilegt að fylgjast með þeim blómstra í tímum.
Lesa meira

Ólympíska skólahlaupið

Á þriðjudaginn tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar. Á yngsta stigi hljóp 5. bekkur mest en hann fór að meðaltali 7,1 km á mann, en á eldra stigi hljóp 10. bekkur mest, eða 7,3 km að meðaltali á mann. Oliver Þór og Jezreel Mitas hlupu báðir meira en rúma 18km og eru því Skólahlaupameistarar Sandgerðisskóla árið 2020.
Lesa meira

Nemendur í Hönnun og smíði prófuðu bátana sína

Nemendur í 6. bekk fóru í vettvangsferð að tjörninni við Ráðhúsið í Sandgerði og prófuðu bátana sína sem þeir smíðuðu í Hönnun og smíði. Skemmtilegur dagur og gaman að segja frá því að allir bátarnir flutu vel.
Lesa meira

Fótboltatölfræði

Nemendur í 7. bekk unnu í dag verkefni með fótboltaspil í tengslum við stærðfræðinámsefnið. Unnið var með tölfræðihugtök og settu nemendur upp tíðnitöflur þar sem leikmenn voru flokkaðir eftir liðum, litum á búningum, verðgildi leikmanna ásamt því að finna miðgildi og meðaltal.
Lesa meira

Hugarfrelsi hjá nemendum í 1. bekk

Nemendur í 1. bekk fóru í hugarfrelsi í morgun þar sem þeir æfðu öndun og jógaæfingar.
Lesa meira