Fréttir

Forvarnardagurinn

Forvarnardagur er að venju haldinn miðvikudaginn 2. október í öllum 9. bekkjum landsins. Nemendur í 9. bekk Sandgerðisskóla tóku að sjálfsögðu fullan þátt í deginum.
Lesa meira

Íþróttadagur í heilsuviku

Í dag var haldinn íþróttadagur í Sandgerðisskóla í heilsuvikunni. Nemendur byrjuðu á að fara í skipulagða leiki úti ásamt elstu deild leikskólans.
Lesa meira

Landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa í heimsókn ⚽

Í tilefni heilsu og forvarnaviku í Suðurnesjabæ buðu knattspyrnufélögin Reynir og Víðir uppá forvarnafyrirlestur frá landsliðskonunum Margréti Láru og Elísu Viðarsdætrum fyrir 7.
Lesa meira

Fræðsla um áhættuhegðun ungmenna

Í morgun var vel sóttur fundur með foreldrum barna í 7. – 10. bekk, þar sem Kristján lögga hélt fræðslu um vímuefnanotkun ungmenna. Í kjölfarið kom upp umræða hjá foreldrum um byrja á foreldrarölti aftur. Við viljum þakka þeim sem mættu fyrir góðan fund og þarfar umræður. [gallery ids="15150,15149,15148"].
Lesa meira

Ástarsaga úr fjöllunum

Nemendur í 3. bekk voru að lesa og vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og gerðu þau þessi fínu tröll í myndmenntartímum.
Lesa meira

Fundarboð

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Sandgerði verður haldinn þriðjudaginn 01.okt 2019 kl. 20.00 á sal Sandgerðisskóla. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf Kosning fundarstjóra og fundaritara Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna Lagabreytingar Önnur mál Hvað vilja foreldrar sjá á dagskrá næsta vetrar hvað varðar fyrirlestra – námskeið eða annað þvíumlíkt.   Stjórn FFGS: Hannes Jón Jónsson Eyþór Örn Haraldsson Ólöf Ólafsdóttir Elísabet Kolbrún Eckard   Sitjandi stjórn býður fram starfskrafta sína áfram en þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn FFGS vinsamlegast hafi samband við Hannes í síma 8619891 eða bjóði sig fram á aðalfundinum sjálfum. Kaffi og meðlæti í boði foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur!! Stjórn FFGS.
Lesa meira

Frábær þátttaka í sumarlestri ?

Sumarlestur bókasafnsins var á sínum stað líkt og síðustu ár. Mjög góð þátttaka var þetta árið en hátt í 60 börn skráðu sig til leiks í upphafi sumars.
Lesa meira

Útivistartími

SAMAN hópurinn minnir á að 1. september breyttist útivistartími barna og unglinga. Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar.
Lesa meira

Sandgerðisdagar

Í dag var óhefðbundinn dagur í Sandgerðisskóla vegna Sandgerðisdaga. Elsti og yngsti nemandi skólans drógu fána Sandgerðisdaga að húni ásamt Magnúsi bæjarstjóra og Hólmfríði skólastjóra að því loknu komu nemendur saman á sal þar sem JóiP og Króli komu og skemmtu nemendum og starfsfólki við mikinn fögnuð viðstaddra.
Lesa meira

2. bekkur í berjamó

"Í dag ákváðum við í 2. bekk að nýta góða veðrið í að fara í berjamó. Það kom í ljós að nánast engin ber var að finna en í ljósi þess að mikið sást af fjólubláum skellum út um allt, komumst við að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir berjaleysinu væri sú að fuglarnir hafi borðað öll berin.
Lesa meira