Minning

Guðjón Þorgils Kristjánsson fyrrverandi skólastjóri Sandgerðisskóla lést í gær 25. október, 72 ára að aldri. Guðjón var skólastjóri við Sandgerðisskóla frá árinu 1985 til ársins 2005 við afar góðan orðstír. Guðjón var einstaklega vel liðinn, hjartahlýr og sanngjarn enda áttu nemendur skólans hug hans og hjarta og hans einlægi ásetningur að koma sem flestum til vits og ára á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Við starfsfólk skólans minnumst Guðjóns með hlýju í hjarta og einlægu þakklæti fyrir hans þátt í að gera skólann okkar að því sem hann er í dag. Blessuð sé minning Guðjóns skólastjóra. Við sendum Ólöfu, Björgvini, Sæunni, Kristjáni og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Minnig um einstakan mann lifir áfram.

Starfsfólk Sandgerðisskóla