Allskonar kynjaverur á sveimi

Hrekkjavaka
Hrekkjavaka

Nemendur Sandgerðisskóla gerðu sér glaðan dag í dag, föstudaginn 30. nóvember, og mættu í búningum í tilefni hrekkjavökunnar. Nornir, skrímsli, uppvakningar og alls konar aðrar fallegar og/eða hræðilegar verur bar að líta um allan skóla. 7. bekkur bauð upp á hryllingsferð í draugahús sem þau útbjuggu niðri í kjallara og höfum við fyrir satt að bæði börn og fullorðnir hafi komið skelkaðir þaðan út! Nemendur hafa einnig unnið ýmiss verkefni tengd hrekkjavöku og skreytt stofur og ganga. Bærinn gaf öllum nemendum popppoka sem nemendaráð dreifði og kemur með þeim heim í lok skóladags. Í kvöld er svo diskótek í Samkomuhúsinu á vegum Skýjaborgar sem við vonum að sem flestir mæti á.