Skipulag næstu daga

Skipulag næstu daga verður líkt starfinu í vor. Skólastarf verður skert, engar íþróttir eða sund en brotið upp á fjölbreyttan hátt í hverjum hóp eins og hægt er. 

Umsjónarkennarar munu senda ykkur stundatöflu sem gilda næst 2 vikur að öllu óbreyttu. 

Nemendur munu koma í hús á mismunandi tímum og biðjum við ykkur að virða tímasetningar og innganga bekkja, ekki verður hægt að taka á móti nemendum nema á þeim tíma sem skóladagur þeirra hefst. 

Matur frá Skólamat verður í bökkum og munu nemendur matast í heimastofum. 

Nemendur frá 5. bekk og upp í 10. bekk þurfa að nota grímur þegar þau koma og fara og þegar ekki verður hægt að viðhafa 2m fjarlægð í skólastarfinu. Við verðum með grímur við innganga. 

Hafragrautur verður ekki í boði næstu 2 vikur.  

Skólasel tekur við strax eftir skóla hjá yngstu nemendum og er opið til 15:00. Framlínustarfsmenn geta óskað eftir lengri dvöl. 

Við hvetjum ykkur til að halda hólfaskiptingu utan skóla, það er börnin ykkar umgangist aðeins (ef þarf) þá sem þeir eru með í hólfi í skólanum. Það mun minnka líkur á hópsmiti og auðvelda smitrakningu.