Fréttir

Ævar vísindamaður kom í heimsókn

Ævar vísindamaður kom í heimsókn til okkar á bókasafnið í dag. Hann las úr nýjustu bókinni sinni ,,Þinn eigin tölvuleikur”. Hann spjallaði líka við nemendur um allar sínar bækur og sló heldur betur í gegn. Bækurnar hans Ævars eru margar hverjar í öðrum stíl en hefðbundnar bækur, en í þessum bókum getur maður valið nokkrum sinnum hvernig bókin endar.
Lesa meira

Vetrarfrí og starfsdagar

Föstudaginn 25. október nk. er starfsdagur í Sandgerðisskóla. Mánudaginn 28.október og þriðjudaginn 29.október er vetrarfrí og svo miðvikudaginn 30.október er starfsdagur.
Lesa meira

Ólympíuhlaup Sandgerðisskóla

Í dag tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupinu (áður Norræna skólahlaupinu). Hlaupið er haldið ár hvert í öllum skólum á Norðurlöndunum og er það haldið til að hvetja nemendur til aukinnar hreyfingar.
Lesa meira

Villi vísindamaður og Linda teiknari heimsóttu 3. og 4. bekk

Villi vísindamaður og Linda teiknari heimsóttu 3. og 4. bekk  og fræddu nemendur um hvernig á að skrifa og myndskreyta sögur. Óhætt er að segja að þau hafi slegið algjörlega í gegn! Vilhelm Anton Jónsson er söngvari og tónlistarmaður, kvikmyndaleikari og þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi og þar að auki barnabókahöfundur.
Lesa meira

Verkval Snjallir Krakkar

Síðustu átta vikur hafa nemendur á miðstigi í Sandgerðisskóla verið í verkvali á þriðjudögum og fimmtudögum. Eitt val sem er í boði er Snjallir Krakkar.
Lesa meira

Hljómsveitarval

Þá er fyrsti hópurinn af fjórum búinn að klára sex vikur í hljómsveitarvali. Nemendur fengu að kynnast því að spila í hljómsveit og að syngja.
Lesa meira

Kertagerð í verkvali

Við vorum að búa til kerti í Sköpun, slökun & boozt. Nemendur völdu sér ilmefni, annað hvort Lavender eða Vanillu, síðan völdu þau sér lit í kertið.
Lesa meira

Kökuskreytingaval á unglingastigi

Nemendur í kökuskreytingarvali hjá Þorbjörgu hafa staðið sig með prýði. Nemendur byrjuðu valið á að æfa sig í skrautskrift og síðar bökuðu þeir kökur hjá Rannveigu heimilisfræðikennara.
Lesa meira

Snúðadagurinn

Alþjóðlegi snúðadagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í dag. 9. bekkurinn bauð upp á snúða frá Sigurjónsbakarí til sölu og fengu allir sem vildu eitthvað fyrir sinn snúð.
Lesa meira

Yoga og slökun ?‍♀️?‍♂️

Við í 1. bekk fórum í Yoga og slökun í gær þar sem við æfðum djúpöndun, nokkrar stöður, lásum Yoga sögu og hugleiðslusögu í tilefni heilsudaganna.
Lesa meira