Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá 10. desember

Ný breyting er komin inn á vef stjórnarráðsins um að 2 metra reglan í skólastarfi fyrir 8. – 10. bekk er afnumin sem og grímuskylda. Ekkert hefur komið um hvort breyting verði á takmörkunum á fjölda nemenda í hóp í 5. – 10. bekk sem væri mjög gott til að samræmi væri í tilkynningu heilbrigðisráðherra frá í gær og reglugerð um takmörkun í skólastarfi. Því munum við halda áfram eins og undanfarið fram að jólafríi að því undanskildu að nemendur á unglingastigi mega nú sleppa grímum og þurfa ekki að sitja/vinna með 2m sín á milli.

Bestu aðventukveðjur til ykkar allra!

Stjórnendur.

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum.