Kveikt á jólatrénu með nemendum Sandgerðisskóla

Kveikt á jólatrénu með nemendum Sandgerðisskóla
Kveikt á jólatrénu með nemendum Sandgerðisskóla

Í dag var kveikt á jólatrénu við Sandgerðisskóla. Vegna þeirra fjöldatakmarkanna sem er í gildi var ekki hefðbundin fjölskylduskemmtun að kvöldi til eins og fyrri ár, heldur var hátíðleg athöfn haldin með nemendum í 1. - 7. bekk í byrjun skóladags. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri ávarpaði nemendur og fékk til sín yngsta nemanda skólans, Arnar Snæ Helgason til að kveikja á jólatrénu.

Í framhaldi mættu bræðurnir, Friðrik Dór- og Jón Jónssynir og skemmtu nemendum.

Vegna fjöldatakmarkanna var skemmtunin tekin upp og sýnd nemendum á unglingastigi í þeirra heimastofum.

Allir nemendur skólans fengu mandarínu og nammipoka í boði Suðurnesjabæjar.