- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.
Fimmtudaginn 17. desember verður jólaskemmtunardagur hjá nemendum og hátíðarmatur í matsal. Jólaskemmtun verður rafræn í ár og verður hún sýnd inní heimastofum nemenda ásamt því að vera sett á heimasíðu skólans fyrir foreldra og aðstandendur.
Nemendur í 1. - 7. bekk mæta í skólann kl.08:15 og lýkur skóladegi þeirra að loknum hátíðarmat. Nemendur í 8. - 10. bekk mæta í skólann kl.09:00 og lýkur skóladegi þeirra að loknum hátíðarmat.
Skiptingin verður eftirfarandi:
. 6. og 7. bekkur í mat 11:00 - 11:30
. 1. - 4. bekkur frá 11:30 - 12:00
. 5. og 8. bekkur frá 12:00 - 12:30
. 9. - 10. bekkur frá 12:30 - 13:00.
Skólasel opnar fyrr þennan dag fyrir þá nemendur sem eru þar skráðir.
17. desember er seinasti dagur nemenda á Skólaseli fyrir jólaleyfi. Skólasel opnar aftur þriðjudaginn 5. janúar 2021.
Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin haldin.
Nemendur mæta prúðbúnir, með pakka (má kosta 500 -1.000kr), kerti og smákökur/mandarínur í sínar heimastofur kl.10:00. Skóladegi nemenda lýkur kl.11:00
Jólaleyfi nemenda hefst mánudaginn 21. desember. Skólinn hefst aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 5. janúar 2021, samkvæmt stundaskrá.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ykkur fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Megi komandi ár verða farsælt og gjöfult í leik og starfi.
Með jólakveðju,
starfsfólk Sandgerðisskóla
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is