Nú er hægt að sækja sér Öskudagsratleikinn
- Nú er hægt að nálgast Öskudags appið fyrir Ratleiki í Suðurnesjabæ.
- Hægt er finna Ratleikjaappið bæði fyrir Iphone síma og Android síma.
- Finnið Ratleikja appið og niðurhalið í símann ykkar.
- Boðið er upp á tvær leiðir – Ratleikur í Sandgerði og Ratleikur í Garði.
- Svo hefst leikurinn!
- Á endastöðvum verða gestabækur sem við biðjum þátttakendur að kvitta í.
- Heppnir aðilar hljóta útdráttarverðlaun.
Við hvetjum fjölskyldur til þess að fara í ratleikinn saman og njóta samverunnar um leið og nánasta umhverfi er kannað.
Auðvitað hvetjum við íbúa til þess að klára báða ratleikina og heimsækja bæði hverfi.
Ratleikurinn verður opinn áfram þannig að hægt er að leika sér bæði á öskudaginn og um helgina.
Það verður ýmislegt annað í boði á Öskudaginn:
- Leikskólinn Sólborg. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
- Leikskólinn Gefnarborg. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
- Sandgerðisskóli – Skóla lýkur kl. 11:30. Nemendur og starfsfólk mæta í grímubúningum og gera sér glaðan dag. Sjá nánar upplýsingar frá skóla. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
- Gerðaskóli – Skóla lýkur kl.11:30. Nemendur og starfsfólk mæta í grímubúningum og gera sér glaðan dag. Sjá nánar upplýsingar frá skóla. Nemendur fá góðgæti með heim að degi loknum.
- Félagsmiðstöðin Elding - 8.-10. bekkur - Jógaboltafótbolti í íþróttahúsinu kl. 21:00 - 22:30.
- Félagsmiðstöðin Skýjaborg - 8.-10. bekkur - Jógaboltafótbolti í íþróttahúsinu kl. 20:30 - 22:00.
- Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði – opið til kl.17:30.
- Sundlaugin í Sandgerði – opið til kl. 20:30.
- Sundlaugin í Garði – opið til kl. 20:30.
- Auðarstofa - hatta og búningaþema
- Miðhús - hatta og búningaþema
Þess má geta að stofnanir sveitarfélagsins munu ekki taka á móti hópum og munu ekki gefa góðgæti líkt og undanfarna öskudaga en allir nemendur í leik- og grunnskólum fá glaðning með sér heim að skóla loknum.
Góða skemmtun og gleðilegan öskudag.